15 giugno 2007

flinstone tengingin

Sælinú gott fólk.
Við erum loksins orðin nettengd, en það er nú bara rétt að nafninu til. Háhraðatenging er ekki möguleg svo að við erum með steinaldartengingu af verstu gerð. Ég er nú að vinna í því að fá tæknimann, nýja línu og allt þar fram eftir...á meðan silast ég á 56kb !!! Ekki grín.
Luna hefur það mjög gott, finnst hún vera orðin töluvert pattaraleg og nú styttist óðum í að ég fari að gefa henni meira en bara brjóstamjólk. Við keyptum handa henni forláta hástól með svaka fínum matarbakka og hún kann mjög vel við að sitja með okkur á matmálstímum. Við erum meira að segja farin að keyra um í kerrunni á daginn, sem er ágætt þar sem axlirnar þola ekki mikið meira lengur.
3-PLUS mailið er ekki til lengur, ekki heldur 3-PLUS reyndar en ég held upp á öll hin gömlu meilin mín. Þ.m.t eldgamla hotmeilfold.
Því miður virðist ég ekki geta uppfært myndir á þessum hraða. Ég vinn í þessu...

Nessun commento: