15 settembre 2007

Valencia


Póstskortur er að hluta til sökum andleysis - en einnig vegna þess að við Luna drifum okkur til Valencia að sjá fyrstu alvöru einkasýningu Charlotte. Þetta var ekkert smá flott hjá stelpunni og hrein vítamínsprauta að koma í heimsókn til krakkanna (krakkar=vinir fyrir Sólbjörtu). Maður hefur ekkert smá gott af því að skipta um umhverfi öðru hverju. Tala nú ekki um að komast í svona listrænt andrúmsloft með vinum sem maður hefur ekki séð lengi. Virkilega ljúft.
Luna sló að sjálfsögðu í gegn, held að ég hafi heyrt "che bimba más preciosa...che linda...mira che ojos..." svona 200 sinnum þessa vikuna. Ótrúlegt að fylgjast með áhrifunum sem hún hefur á fólk. Sumir tárast meira að segja af því einu að fylgjast með henni. Það er sko tilfinningaríkt fólk sem byggir miðjarðarhafið skal ég segja ykkur.

Ivano, chiamaci! C´é una piccola Lunettina che devi assolutamente passare a salutare. In questi giorni stiamo a casa entrambi, prima Marco era andato ad abitare dagli rom mentre io stavo a Valencia.

Per il continuo lamento di CERTI individui sulla lingua non dico nomi ma la prima lettera é romolo, vi ricordo che abitiamo nella stessa cittá e per notizi di Luna, si fa prima a passare ;-)

2 commenti:

margrét ha detto...

Hæ dúllur. Stelpan stækkar vel sé ég. Ég fylgist alltaf með ykkur öðru hverju. Lítið að frétta af okkur og þó...er byrjuð í meiraprófi og ætla að verða trukka-bílstjóri...ekki lessa, þar sem ég er nú með hann Bubba minn:D
Erum endalaust í tæknifrjóvgunarferlum og ekki gengið enn, en við verðum að vera bjartsýn:)
Hafið það gott

Anonimo ha detto...

Hæ Helga, Marco og Særún Luna!
Takk kærlega fyrir pakkann (sem við vorum að fá um helgina, skamm Pálmi).
Aikido kveðja,
Jói, Maja og Ylfa Vár