Uppáhalds maturinn þessa dagana er parmesan ostur. Aldrei nokkurn tíman hefði mér dottið í hug að gefa barninu parmesan á Íslandi, en hér á Ítalíu er byrjað snemma. Barnalæknirinn okkar var mjög hneykslaður í 9mánaða skoðuninni á því að hún væri nú ekki ennþá byrjuð að borða parmesan ost. Þessir ítalir! Við ákváðum samt að fylgja heilræðunum frá henni og nú fær Luna pasta einu sinni í viku og parmesan á hverjum degi. Hún hefur góða matarlyst og reynir reyndar að stinga hverju sem er upp í sig. Um daginn eyddi hún góðum part úr degi í að reyna að borða húsflugu þó að daginn áður hafi hún fengið smá bragðsjokk eftir að hún náði að stinga upp í sig hluta af hvítlauksrifi.
Í síðustu skoðun reyndist Luna vera orðin 71cm og 8,1kg. Hún er komin með 2 tennur í neðri góm, eina í efri góm og 2 á leiðinni þar. Hún stendur orðið upp ein og óstudd og fyrsta skrefið tók hún um daginn, en hefur reyndar ekki lagt í annað eftir það.
Við erum á fullu í aikido-inu og grey Marco fékk putta í augað á æfingu síðasta föstudag. Hann gengur nú með lepp fyrir öðru auganu þar sem það þurfti að sauma augað (2 spor). Það vildi nefnilega svo illa til að eigandi puttans var ekki búin að klippa neglurnar nýlega. Ég greip tækifærið á lofti og er búin að fara á 4 æfingar í vikunni, þar af tvær tvöfaldar. Það er ekki alltaf sem maður er með pössun.
Við hlökkum mikið til að hitta ömmu og afa nú um helgina, og síðan Ingu of Phil helgina eftir.
5 commenti:
He he... Halda ekki allir að Marco sé orðinn sjóræningi? Arrr!
Basta! Qui non se ne puo più.
L'Italico idioma bisogna usare.
Abbasso l'Islanda.
Romolo
Ho le corna.
Fabio
Anche tu?
Antonio
mig langar að vera hjá ykkkkkkkkkuuuuuuurrrrr. Ég verð að fara að drífa mig til ykkar
Posta un commento