26 settembre 2008

Ráð gegn 'gengissigi' ?

Jæja, nú ætla ég að tæma alla mína bankareikninga rétt fyrir mánaðarmót og leggja ekki inn aftur fyrr en á nýjum ársfjórðungi bankans (eftir 1.okt). Þá er bankinn allavegana ekki að reikna út gengishagnað á mínum íslensku krónum. Endurtek væntanlega leikinn aftur í lok síðasta ársfjórðungs ef gengið fer aftur 'á sig'.

Þetta er kanski barnalegur útreikningur, en ef ALLIR gerðu slíkt hið sama, sætu íslensku bankarnir kanski uppi í þeirri stöðu að þurfa að kaupa íslenskar krónur (til að geta borgað út innistæðurnar) fyrir evrurnar, jenin og dollarana sína og gætu því ekki sýnt fram á jafn mikinn hagnað og ella. Engin samúð með bónusaliðinu og nei, ég vil ekki sjá evruna.

2 commenti:

Anonimo ha detto...

Hei, hvað ætlarðu að gera við krónurnar? Setja þær undir koddann??
Birna

Helga ha detto...

já það er víst í tísku núna... enginn maður með mönnum nema að hann sofi á sparifénu. :O)