
Hvernig kennir maður barninu að skríða? Luna er byrjuð að klifra upp allt sem hún getur til þess að standa upp. Ekki sniðugt. Sérstaklega þar sem við erum ekki tilbúin til þess að fara að hlaupa á eftir henni í þessum hita. Við skelltum uppblásnu sundlauginni út á svalir, og moskítóneti yfir þegar laugin er ekki í notkun. Þetta er hrein snilld. Sérstaklega eftir að ég fór í ikea og keypti garðhúsgögn fyrir svalirnar. Nú getum við sest á bekk út í sólina eða skuggann og horft yfir gasmælinn og "mercati generali" (sem nú er verið að endurbyggja) í Róm. Við erum að meira segja komin með borð út á svalir. Lúxus, svo ekki sé meira sagt.
Stelpan er í tanntöku, og ég er ekki frá því að það sé ég líka. Á meðan vísdómsjaxlarnir hrella mig, virðist Luna ætla að fá framtennurnar í efri góminn fyrst. Ekki hef ég græna glóru hvað þetta á að þýða, verð að muna að spyrja barnalækninn. Uppáhaldsiðja Lunu þessa dagana fyrir utan tilraunir til að standa upp er að bíta mig í hökuna. Vinsælt eða hitt þó heldur.
Nokkrir orðavísar hafa látið á sér kræla.
"múmmú" = mamma
"ehmnií" túlka ég sem "mamma nei!"
"nennennenne" er að sjálfsögðu "nei, nei, nei!"
"njammnjamm" er tengt mat, en þýðir ekki endilega neitt sérstakt.
"bú" er tengt kúki, en ekki endilega með neina merkingu
"eeeeeeúúúúú" þýðir síðan að sjálfsögðu, ég ætla að krækja mér í eintak af Harry Potter í kvöld eða á morgun. júhúúú!
Ljósmyndin er úr frægu fjallaferðinni (í íslenska veðrinu). Glöggir lesendur taka kanski eftir ullarpeysunni sem Marta úr Lágaberginu prjónaði. Einstaklega falleg flík sem kom að góðum notum í alpakuldanum, ég verð mjög svekkt þegar Luna verður orðin of stór í hana.
1 commento:
Sæl þið öll.
Nú fer að styttast í komuna og ég var nú að velta fyrir mér að þyggja bara eldhúsgólfið. Hvað getur maður annað eftir þessar fréttir af frábæru útsýni. Ex. mercati generali, og gasmælirinn, uff nei það gerist nú ekki betra
Posta un commento