
Nú erum við aldeilis búin að vera á ferðinni.
Við Luna flugum til Bergamo að hitta mömmu og pabba,
sem nú kallast víst amma og afi. Þetta veldur ómældum ruglingi hjá öllum, nema sennilega Lunu litlu, sem af einhverjum dularfullum ástæðum vaknar í hvert skipti sem ég reyni að setja inn nýja bloggfærslu. Ekki að það komi málinu við.
En aftur að ferðalaginu...
Við brunuðum sem leið lá framhjá Milano og niður á Lígúrúsku ríveruna. Þar eyddum við heilli viku í góðu yfirlæti og afrekuðum meira að segjaað fara í outlet mall! Myndin er tekin í þeirri búðarferð. Það er ekki endalaust hægt að hafa bara sætar myndir af barninu. hehe
Eftir strandvikuna, drifum við okkur upp í dólamítana í ölpunum. Nonna og nonno (ítölsku amma og afi) hittu okkur þar ásamt Marco. Svo gekk stórfjölskyldan upp og niður hin og þessi fjöllin og sum okkar settu meira að segja hæðarmet í rúmlega 2500m. Við dáðumst mikið að Marco sem gekk með Lunu í hásætisbakpoka ótrúlegar vegalengdir... en svo mættum við pari með 5 ára dreng í svipuðum poka (á sömu 15km gönguleið með yfir 1000m hækkun og lækkun). Það var ákveðið á staðnum að Marco hlyti ekki sömu örlög og aumingja pabbinn og Luna skyldi nú bara þurfa að ganga sjálf 5 ára, eða að við færum styttri leiðir.
Því miður vorum við ekki alveg nógu heppin með veður alla dagana því á köflum var sannkallað íslenskt fjallaveður. Meira að segja haglél. En sólin skein á okkur á endanum og ég er ekki frá því að ég hafi tekið lit... Luna er hins vegar alltaf jafnhvít þar sem ég fer hamförum með sólvörnina (eins og sést á myndinni).
Þetta var ofboðslega ljúft. Ég hafði greinilega mikla þörf fyrir að komast úr stórborginni í faðm fjölskyldunnar. Nú er bara að plana næsta frí...
Það kom pakki frá Bólivíu í gær. Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þar til einhvers staðar í heilakássunni á mér rifjaðist upp fyrir mér að Inga systir væri á ferðalagi í S.Ameríku og jú... hún var að meira segja búin að segja mér frá því að hún sendi til okkar pakka!!! Takk Inga, óróinn komst í heilu lagi og Luna er vitlaus í hann. Ég ætla rétt að vona að brjóstagjöfin hafi góð áhrif á Lunu, því ég má ekki við meiri ljóskulegheitum. Ætli jólagjöfin í ár, verði ekki svona Nintendo minnisþjálfi eins og er alltaf verið að auglýsa núna.
Jæja, nú þurfum við að fara að tygja okkur af stað. Læknisskoðun eftir klst. Hlakka mikið til að sjá hvað hún er orðin stór...í tölum.
3 commenti:
Gott ad vita ad oroinn komst heill a hufi til ykkar, mer fannst vera ordid ansi langt sidan eg hafdi sent tetta en var samt ekki med neinar ahyggjur, hafdi ekki svo mikla tru a boliviskri posttjonustu. Hun er to greinilega betri en eg helt... vid erum i skitakulda i Santiago, nykomin fra Easter Island sem er snilld... set inn nyjar myndir a morgun
Frábært að heyra loksins frá ykkur. Það er greinilegt að besta veðrið er á Íslandi þessa dagana. Held það hafi ekki gerst síðan ég var krakki að taka lit af íslensku sumarsólinni. Hlakka þvílíkt til að hitta ykkur um mánaðarmótin og er ekki síður spennt fyrir Ítalíudögum.
Aiuto!
ho un sacco di regalini da darvi ma non vi trovo maiiiii
fatevi vivi!
adele
Posta un commento