30 agosto 2007

ADSL !!


Undur og stórmerki, við erum komin með sómasamlegt internetsamband. Ég er svo yfir mig ánægð að ég get ekki annað en dansað og sungið. Trallarallaræ...

Nú er orðið svo langt síðan ég skrifaði síðast að ég skulda ykkur nú aldeilis fréttir, þó að það sé í raun og veru aldrei neitt að frétta af okkur ;-)

Við skelltum okkur í frí upp í Marche, þar sem Igor vinur okkar á hús þar í fjöllunum. Við ætluðum nú aldeilis að kæla okkur niður en fengum yfir 30°C hita upp á dag. Luna virtist kunna einstaklega vel við sig þarna og svaf meira að segja í 11 tíma eina nóttina. Það var sko skálað fyrir því að ná 8 tíma svefni LOKSINS.
Eftir viku í þvílíkt góðu yfirlæti í þjóðgarðinum í kring um Ussita var stefnan tekin á Perugia, þar sem vinir okkar úr aikido-inu biðu spennt eftir að knúsa Lunu. Ekkert smá gaman að geta hisst svona öðru hverju út um hvippinn og hvappinn. Takk fyrir frábæran dag Pálmi, Sólbjört, Guðrún og Gísli.
Marco dreif sig síðan til Rómar sökum sígaunafráhvarfseinkenna á meðan við Igor skelltum okkur norður til Forte di Marmi á ströndina til Sebastian & co. Seba á alveg svakalega flott hús í göngufæri við ströndina. Þar hófst hið svokallaða "three men and a baby" fríið mitt (sjá mynd). Strákarnir voru alveg einstaklega duglegir að hjálpa mér með Lunu og því varð þetta alveg einstaklega afslappandi frí. Marco kom síðan á þriðjudeginum upp eftir og við nutum lífsins á ströndinni á milli rigningarskúra.
Ég hafði hugsað mér gott til glóðarinnar að verða alveg biksvört (aka gulleit) á ströndinni en örlögin gripu í taumana og við fengum 4 rigningardaga í einni viku.

Kær kveðja frá Ítalíunni

5 commenti:

Unknown ha detto...

Mér fannst nú líka heilmikið gaman að hitta ykkur fullorðna fólkið líka ;)

Knús í bæinn ykkur, Sólbjört

Anonimo ha detto...

La vogliamo finire o no di postare in queste lingue straniere!!!!

Romolo

Anonimo ha detto...

Nokkuð gott að vera komin með frábært internetsamband. Spurning að posta þá??

Bello ad avere 'sto ADSL. Ma allora qualche post??

Anonimo ha detto...

ciao ragazzi io sono a roma!!!!
ci becchiamo?

Unknown ha detto...

ivano