6 agosto 2007

Mahmmmah!





Við erum heima í stuttu fríi eins og er. Förum á morgun aftur til Ítalíunnar. Þetta er eiginlega of stutt stopp þar sem Særún Luna er loksins farin að aðlagast breytingunum. Ætli það verið ekki nokkrar andvökunætur í Róm á næstunni. Annars náði ég loks að láta langþráðan draum rætast og fara á röltið í miðbæ Reykjavíkur með barnavagninn. Það er alveg rosalega gaman. Við Ásta vinkona fórum og fengum okkur ís í sumarsólinni og ég get ekki annað sagt en að ég hefði alveg verið til í að vera heima í góða veðrinu á Íslandi í sumar. Annars er góða veðrið á Ítalíu alveg ágætt líka.
Luna kallaði á mig inn í herbergi í gær "mummmummmmammmuhh!" og þegar ég loks birtist í gættinni sá ég hvar Luna stóð í ruminu skælbrosandi og mjög stolt á svipin. Þá hafði hún afrekað að standa á fætur sjálf og vildi endilega sýna mömmu sinni hvað hún væri dugleg svo að hún kallaði bara á mig. Bráðfyndin hegðun og ég gat ekki annað en smellt af til að sýna ykkur, enda mjög stolt af dótturinni.

5 commenti:

Solla ha detto...

Dugleg stelpa! :D

Unknown ha detto...

Hey, segdu Lunu ad hun ma ekki staekka meira adur en eg fae ad sja ykkur aftur

Anonimo ha detto...

Basta con questi cazzi di post in lingue straniere.
Italico bisogna di parlare.

Romolo

Anonimo ha detto...

guys saro a roma dal 12 settembre!!!!!a presto!!!
ivano

Unknown ha detto...

qui cominciano gia a vedersi le aurore......